Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 4. júní 2024 kl. 16:00

Stjórnarfundur 4.júni 2024

Kl.16-18

Mættir: Heiðdís, Berglind, Eyrún, Uldis – Þórður mætti ekki á fundinn né tilkynnti forföll

  1. Skýrsla formanns
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra
  3. Bréf frá LEÓ efh.
  4. 30 ára afmælisgjöf SólborgAlþjóðavika Döff 23.-29.september ,,Sign up for Sign Language Rights” - Dagskrá/viðburður, eitt tilboð komið frá einum hóp að halda Bjórkvöld.Spurt og svarað með stjórninni/formanni - FB og IG
  5. Starfsmannaviðtöl
  6. Önnur mál


1. Skýrsla formanns

a. Sumarhátíð táknmálsbarna, heppnaðist vel og vonandi endurtekið aftur á næsta ári.

b. Kæra vegna félagslega sjóðsins, málið komið í farveg hjá lögfræðingi hjá ráðuneytinu.

c. Umsókn hjá PFS, umsóknin móttekin og í vinnslu. Bíðum niðurstaðna.

d. Málnefnd um ÍTM, skipunartíma lokið. Beðið eftir nýju erindisbréfi frá ráðuneytinu til að skipa í nýja nefnd

e. Starfshópur málstefnunnar búinn að fara yfir aðgerðaráætlunina, sjá vinnublað. Stefnan tekin að hafa samráðsfund í nóv með alla ábyrgðaraðila sem taldir eru upp í aðgerðaráætlunin til að skoða stöðuna með framvindu aðgerðaráætluninnar og eftur í maí.

f. Skýrsla hagstofunnar afhend félags- og vinnumálaráðherra föstudaginn 7.júni.

- Athugsemdir við skýrslu formanns:

b. Formaður upplýsir kæruferlið búið að vera langt með mörgum ítrekunarbréfum frá formanni og lögfræðingi félagsins. Málið komið í hendur umboðsmanns Alþingis og vænta má svara flótlega

c. Félagið hefur sent athugasemdir um orðalag sem hafa orðið til breytinga í lögum PFS sem ætti að auðvelda stofnuninni orðalagsbreytingar til að festa myndsímatúlkun í sessi.

d.Berglind spyr hverjir voru í stjórn málnefndar. Heiðdís svarar að hún var skipaður formaður af ráðherra. Rannveig Sverrisdóttir er fulltrúi Háskólans, Kría frá SHH og Eyrún frá FH.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

a. Fjárhagsáætlun 2024. Samþykkt eða athugasemdir?

Fjárhagsáætlun samþykkt af stjórn.

b. Ársskýrslu stjórnar vantar vegna beiðni frá ÖBÍ og styrks sem við sóttum um í Lottósjóðinn þeirra.

Heiðdís mun gera skýrsluna f.h. stjórnar og senda áfram til viðbótar og samþykkis í stjórn.

c. Sumarlokun FH 27/6 til 6. Ágúst

d. Staða happdrættis – dregið í næstu viku og markmið að ná 15.000 næst sem er vel gert m.v. vorhappdrættissölu.

Stjórn vill að framkvæmdastjóri hitti sölumenn og upplýsi þá réttindi sem þeir hafa og taka stöðu á sölumálum hvað betur megi fara.

e. Sólborg 30 ára – gjöf?

Stjórn samþykkti að gefa snertiskjá til Sólborgar, annað hvort í samstarfi við foreldrafélag eða sjálf ef foreldrafélagið er með önnur plön.

f. Staff og stjórnarhittingur fyrir sumarfrí – áhugi?

Stjórn óskaði eftir að bíða til þriðju viku í ágúst og hóa mannskapinn saman þá.

g. Framlengdi ráðningasamning Mordekaí inn í haustið – á eftir að setjast með honum og ákveða tímalengdina og skrifa undir nýjan ráðningasamning. Ákveðin verkefni í gangi sem erfitt að ganga burt frá og þurfum að skoða ábyrgðaraðila félagsstarfsemi og heimasíðu sem dæmi.

Fá Mordekaí á fund og biðja um skýrslur af fundum og kynningu á starfseminni sem hann sækir erlendis á vegum FH. Eins að leggja fyrir stjórn umsóknir um styrki til samþykkis.

h. Styrktaraðilar að Menningarhátíð 2026 er leitað að 4-6 stærri styrktaraðilum sem leggja til 1,5 milljónir eða hærra og fá logo sín á heimasíðu/forsíðu og hlutasíður, fánaborgir ofl. Selfossbær verður stór styrktaraðili vegna stuðnings með aðstöðu í bænum.

Smærri styrktaraðilar með 50 þúsund og hærra sem fá logo sín í 3 stærðareiningum eftir upphæðum:

Skoðum styrktarlínur einnig en ekki strax.

3. Bréf frá LEÓ efh.

Framkvæmdastjóri sendir á stjórn upplýsingar um útfærslu umsókna til styrktaraðila við menningarhátíðina 2026 – bréfið síðar sent Leo ehf til upplýsinga. Stjórn óskar eftir fá nánar upplýsingar hvað er átt við að vera bakhjarl og kynningarbréf um styrktaraðil verður sent líka til Leó hf

4. 30 ára afmælisgjöf Sólborg

Sjá skýrslu framkvæmdastjóra lið e.

5. Alþjóðavika Döff 23.-29.september ,,Sign up for Sign Language Rights”

- Dagskrá/viðburður, eitt tilboð komið frá einum hóp að halda Bjórkvöld.

Berglind vill taka að sér stjórn á Slamm viðburði.

Stjórnarmenn leggi höfuðið í bleyti í sumarfríinu með viðburði

6. Spurt og svarað með stjórninni/formanni - FB og IG

Sniðug hugmynd að auka gegnsæi félagsmanna og stjórnar með slíkum viðburði. Hægt að hafa í kringum alþjóðaviku döff.

7. Starfsmannaviðtöl

Stjórn hvatti til frekari einstaklingsviðtala framkvæmdastjóra við starfsmenn um stöðu og aðbúnað þess. Farið verður í málið.

8. Önnur mál

a. Hugmynd að hafa upplýsinga- og kynningarfund um árangur flotmeðferða fyrir döff en rannsóknarskýrsla liggur fyrir um ágæti þess. Hugmynd að kynna verkefnið á alþjóðavku döff

b. Berglind spurði um nýtingu styrkjar sem félagið á vegna vinnslu á döffsögum fyrir börn. Heiðdís ætlar að heyra í Siggu Völu sem fór af stað með verkefnið á sínum tíma og hvernig er best að byrja á verkefninu aftur

c. Formaður mun hafa samband við SHH til að vekja upp starfsemi í kringum Táknmálslundinn í Heiðmörk.

d. Formaður ætlar að gera OneDrive könnun meðal félagsmanna á hvort þeir lesi fundargerðir stjórnar.

Fundi lokið kl. 18.00