Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 20. ágúst 2024 kl. 16:00

Fundargerð stjórnarfundar

Mættir: Heiðdís, Berglind, Uldis, Eyrún og Þórður

Ritari Daði

Efni fundar:

  1. Ársreikningur 2023 - endurskoðandi og táknmálstúlkur.
  2. Starfsemi Puttalinga og aðalfundur EUDY - Mordekaí
  3. Tilnefna fulltrúa fyrir 22.ágúst á aðalfund ÖBÍ föstudaginn 4. október, kl. 16.00-19.00 og laugardaginn 5. október 2024, kl. 10.00–17.00 á Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík.
  4. Málnefnd um ÍTM - tilnefna fulltrúa fyrir Fh fyrir 25.ágúst.
  5. Þættirnir ,,Þetta hér er Íslenskt táknmál” - verkefnastjóri/þáttastjórnandi
  6. Norræn Döff Menningarhátíð 2026 - Daði
  7. Alþjóðavika Döff ,,Sign Up for Sign Language Rights" - bjórkvöld 28.sept og
  8. WFD stjórn og starfsmenn 21.-27.október.
  9. DNR Grænlandi 3.-6.október.
  10. Viðbragðsáætlun ÖBÍ
  11. Brunaútgangu- Bettý
  12. Næsti stjórnarfundur
  13. Önnur mál


Niðurstaða stjórnar:

1. Anna Kristín Birkisdóttir endurskoðandi hjá Deloitte kom og kynnti ársreikning FH 2023. Árið skilaði 16,7 milljón króna hagnaði. Ársreikningur samþykktur.

2. Mordekaí kom og kynnti fyrir stjórn störf sín í FH og á alþjóðlega vísu og gaf stjórnarmönnum á að spyrja um verkefni og uppákomur sem urðu á EUDY fundi fyrr á árinu. Bettý sagði að stjórn FH myndi aldrei samþykkja að senda fulltrúa á fundi ef fordómar gagnvart öðru fólki eiga sér stað. Mordekaí lagði til ráðningu sína til eins árs í senn. Stjórn mun skoða málið.

3. Berglind Stefáns og Eyrún Ólafs fara sem aðalfulltrúar.

4. Nokkur nöfn komu upp sem gætu orðið fulltrúar FH í málnefnd ÍTM. Formaður mun ræða við þau nöfn er komu upp á fundinum.

5. Formaður kynnti umfang kvikmyndaverkefnisins og lagði til að Hjördís Anna yrði verkefnastjóri fyrir hönd FH. Einnig þarf að finna leikendur í kvikmyndinni og er stjórnin með þau mál í vinnslu.

6. Framkvæmdastjóri upplýsti mikilvægi þess að fara af stað með vinnu menningarhátíðar á Íslandi 2026 og safna þyrfti efni í að koma upp heimasíðu sem fyrst. Formaður ætlar að útbúa auglýsingu þar sem óskað er eftir áhugasömum í undirbúnings og skipulagsnefnd.

7. Dagurinn er í undirbúningi. Bettý ætlar að undirbúa viðburð, félagið býður í hátíðarkaffi og hópur undir stjórn Hönnu Kristínar, Elísabetu og Sólrúnar hefur óskað eftir að sjá um bjórkvöld laugardaginn 28. september.

8. FH hefur boðið stjórn WFD að halda stjórnarfund á Íslandi dagana 21-27. október næstkomandi. Reynt verður að fá ráðherrana Lilju og Guðmund Guðbrandsson til að koma til fundar við WFD ráðið.

9. Heiðdís og Sigga Vala verða fulltrúar Íslands á DNR fundi sem haldinn verður á Grænlandi 3-6 október.

10. Viðbragðsáætlun ÖBÍ sem aðildarfélög bandalagsins mega nota sem viðbragðsskjal í starfsemi sinni var kynnt og samþykkt að yfirfæra viðbragðsáætlunina á táknmál og birta á heimasíðu til upplýsinga og viðvörunar. Einnig verður viðbragðsáætlunin vandlega yfirfarin meðal starfsfólks FH.

11. Í nýrri yfirferð Brunavarnareftirlitsins hafa þeir gert auknar kröfur á brunavarnir í heimkynnum fyrirtækjanna sem og aukin brunavörn í sameign húsfélagsins. Í ljósi þessa voru ekki gernar kröfur á meiri háttar flóttaleið úr sal FH.

12. Næsti stjórnarfundur er ákveðinn 2. september kl. 16.00.

13. Ítrekað var að senda út könnun til félagsmanna með hvort þeir hafi áhuga á að fá fundargerðir birtar. Fá Guðrúnu til að senda hana út til félagsmanna.

Fundi slitið kl. 18.35