Fundargerð stjórnar
21.janúar 2025 kl.16-18
1. Skýrsla formanns
1. Starfshópur um framtíðarskipulag Heyrnarþjónustu, störfum lokið og tími til að skila inn athugasemdum til 25.janúar - skýrsla afhent heilbrigðisráðherra í febrúar.
2. Bransadagar í Hörpu, aðgengi og inngilding að íslensku myndefni og þátttaka á pallborðsumræðum.
3. Þetta er ÍTM, upptökum lokið og eftir er textavinna, graffík, hljóðvinnsla og sýningar.
4. Starfshópur um máltækni ÖBÍ, 18.des. Fyrsti fundur þar sem staðan var tekin og þörfin metin. Næsti fundur febrúar 2025.
5. Menni, fundur með Daníel Spanó vegna kynningu á Menni.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
1. Fjáröflun fyrir MH2026 komin af stað. Langtímaverkefni og vinnsla stærri styrktaraðila í skoðun.
2. Hönnun Döffblaðsins að fara að stað. Búið að afla auglýsinga fyrir kostnaði blaðsins þ.e. Hönnun, prentun, ritstjórn og póstkostnað sem er áætluð um 1,5 milljónir króna.
3. Hönnun og happdrættisundirbúningur kominn af stað og í vinnslu. Hefst í byrjun mars.
4. Uppgjöri við WFD verkefnið á Íslandi lokið og kostnaður sléttar 2 milljónir.
-
3. Erlent samstarf - fulltrúar
- DNR 3.-6.apríl 2025 Torshavn - fulltrúar
- EUD 22.-25.maí 2025 Varsjá - fulltrúar
4. Aðalfundur Fh maí 2025 - tímasetning
5. Afmæli Fh og Dagur ÍTM 2025
- Salt og Pepper - Bíó Paradís 9.febrúar klukkan 19.
- Con Mehlum og Michael Laubacher koma
- Afmæliskaffi föstudaginn 7.febrúar kl14-16
- Dagskrá fyrir börnin?
- Málnefnd um ÍTM skipuleggur viðburð í Veröld Vigdísar
- Frumsýna fyrsta þátt Þetta er ÍTM (Málnefnd og Fh)
- Tillaga Hjördís Anna, sögusýning um þróun og vöxt Fh í gegnum árin í staðinn fyrir ,,raddmálsstefnu” sem er í glerskáp.
6. Opnunartímar Fh - aðgerðir til að minna ágengi og tryggja starfsöryggi
7. MENNI – kynning og gjöf Félag heyrnarlausra
8. Puttalingar
- Sumarnámskeið - sjá viðhengi
- Eramus+ og SALTO - sjá viðhengi
9. Tillaga frá Tomas - sjá myndband
10. Utanumhald starfshóps vegna döff menningarhátíðar 2026 – tillaga.
11. Pennasala vegna Döff norræna menningarhátíðar - viðbótarupplýsingar BS
12. Myndbandsstreymi – BS
13. Lýðheilsuverkefni - fjármagn BS
14. Barnasaga – setja í gang aftur, búið að fá styrk BS
15. Ný ríkissstjórn og nýjir þingmenn - næstu skref BS
16. Önnur mál
Niðurstöður fundar:
1. Skýrsla formanns -bókaðar athugasemdir:
1.5 Upplýst um stöðu mála og samþykkt
Skýrsla formanns samþykkt
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt án bókaðra athugasemda
3. Erlent samstarf – fulltrúar
Heiðdís og Sigga Vala sækja DNR fund
Heiðdís sækir EUD fund í Póllandi
4. Aðalfundur FH í maí:
Aðalfundur ákveðinn 15. maí næstkomandi ef hægt verður að hafa bókhald klárt.
5. Afmæli Fh og Dagur ÍTM 2025
Dagskrá 65 ára afmælis FH kynnt. Bíómynd Salt & Pepper sýnd og leikstjórum myndarinnar boðið á sýninguna og halda kynningu um ferli hennar. Ákveðið að hafa söluverð 2.500 og auglýsa í forsölu
6. Opnunartímar Fh - aðgerðir til að minna ágengi og tryggja starfsöryggi
Samþykkt var tillaga formanns að hafa auglýsta viðtalstíma frá 10-14 á skrifstofu til að minnka áreiti á starfsfólki. Eldhúsi skal lokað fyrir almenningi í hádeginu svo starfsfólk fái frið. Opnunin auglýst og rík krafa að starfsfólk fylgi tilmælum stjórnar.
7. Menni – gjöf til félagsins.
Formaður kynnti og óskaði samþykkis stjórnar á gjöf sem fyrirtækið Menni ehf ætlar að gefa félaginu en Menni er spjallforrit á heimasíðu, byggt á gervigreind og auðveldar upplýsingagjöf til fólks sem leitar um starfsemi og málefni FH. Samþykkt með þakklæti af stjórn.
8. Puttalingar
Samþykkt var tillaga að sumarnámskeiði sem Mordekaí kynnti og að semja við Martin Kulda að hann komi til landsins með námskeið.
Stjórn hafnaði tillögu um námskeið á vegum Erasmus og Salto af þeirri ástæðu að svona námskeið hafi ekki skilað sér í valdeflingu til félagsmanna. Skoða það að finna efnilegan aðila til að sækja slíka fundi og valdefla um leið.
9. Tillaga frá Tomas
Tillaga var samþykkt að ráða Tomas í 5 kl.st í viku til framleiðslu myndefnis fyrir stjórn. Skoða í haust frekari ráðningar og hvernig tilraunin gekk.
10. Utanumhald starfshóps vegna döff menningarhátíðar 2026 – tillaga
Tillaga um að ráða Siggu Völu sem verkefnastjóra menningarhátíðar 2026 var samþykkt. Framkvæmdastjóri mun skoða með henni launalið verkefnisins og staðan og verkefnið endurmetið eftir því sem það þróast.
11. Pennasala vegna Döff norræna menningarhátíðar - viðbótarupplýsingar BS
Stjórn hvatti til birtingar auglýsingu á pennasölu á heimasíðu. Framkvæmdastjóri sagði það í vinnslu þegar hönnuður væri búinn að senda unna mynd.
12. Myndbandsstreymi – BS
Samþykkt var að nota Tomas til að streyma heilsufyrirlestrum út.
13. Lýðheilsuverkefni - fjármagn BS
Stjórn samþykkti að greiða fyrir fyrirlesara sem Berglind hefur lagt fram tillögur til að efla lýðheilsumál döff. Hún mun leggja fram áætlun um fyrirlestraröð
14. Barnasaga – setja í gang aftur, búið að fá styrk BS
Samþykkt var að koma barnasögum aftur af stað og nýta það fjármagn sem félagið á og koma af stað Storyteller verkefni. Leita að aðila til að taka það að sér.
15. Ný ríkissstjórn og nýjir þingmenn - næstu skref BS
Efla PR í að ná baráttumálum FH í gegnum nýja ríkisstjórn. Formaður styður að hafa öflugan lobbyisma og leikræna tilburði í baráttu sinni. Einnig að skoða með lögfræðingi félagsins aðkomu okkar að tillögum að orðalagi laga til framlagningar frumvarps.
16. Önnur mál:
1. Berglind spurði hvort leikhúsferð félagsmanna til Noregs sé umsóknarhæf í Döffsjóðinn. Já ferðin er umsóknarhæf.
2. Formaður lagði fram tillögu að 75% starfshlutfall formanns yrði hækkað í 100% starfshlutfall vegna mikilla anna og setu sem formaður DNR og undirbúnings vegna menningarhátíðar 2026. Tillagan var samþykkt af stjórn en formaður vék af fundi meðan umræðan stóð yfir. Starfshlutfallið breytist
1. febrúar 2025.
Fundi slitið kl. 18.10
Næsti fundur ákveðinn 10. febrúar 2025 kl. 16.00