Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 10. febrúar 2025 kl. 16:00

Mættir: Heiðdís, Uldis, Eyrún og Berglind

ATH Þórður boðaði forföll vegna veikinda með stuttum fyrirvara

1. Starfsstaða vegna málefna barna og ungmenna

Finna þarf út hver sé bestur í að valdefna döff ungmenni. Stjórn óskar breytinga á starfsmannahaldi þar sem breyttar áherslur og skipulag sé að sjá á næstu misserum.

2. Þrýstingur á stjórnvöld með nýrri ríkisstjórn - frumvarp til laga.

Enn er óljóst hvaða ráðuneyti fara með málaflokka eins og SHH. Mikilvægt sé að kalla á hagsmunaaðila táknmálsins eins og FH, SHH og Málnefnd um ÍTM til samráðsfundar um breytingar á lögum um SHH og ræða jafnvel aðgerðir til að þrýsta á um breytingar á lögum eins og túlkalögum, fjartúlkun, túlkun í atvinnulífi ofl.

3. Söguverkefni BaoBao - sjá viðhengi sem ég sendi á stjórn.

Bergind kynnti BaoBao verkefnið og hvernig það er komið af stað. Berglind hvetur til að leitað verði að heppilegum aðila til að stýra verkefniu og hvetur stjórn að hugsa til hver sé rétti aðilinn til verksins. Stjórn samþykkti það.

4. Framhaldsskóli – Bettý

Finna þarf úrræði fyrir döff+ á menntaskólaaldri og mælir Berglind með að FH skrifi Menntamálaráðherra bréf til hvatningar um að endurvekja “Kjarnann” eins og hann var í MH á árum áður. Berglind mun senda Heiðdísi nafn á tengilið innan ráðuneytisins.

5. DIE og USA

Ástand málefna döff í USA í forsetatíð Donalds Trump er mikið áhyggjuefni og getur haft áhrif út fyrir USA og til Evrópu. Tillaga nefnd að taka upp á ÖBÍ fundi og óska stuðningsyfirlýsingar eða hafa samband við NAD, annað hvort félagið sjálft eða í samstarfi við EUD, WFD, DNR um að senda stuðningsyfirlýsingu og fréttatilkynningar um stöðu döff og hvaða aðgerðir verið er að vinna gegn réttindum og hagsmunum döff í Bandaríkjunum.

Önnur mál:

Engin önnur mál voru bókuð á fundinum

Fundi slitið kl. 17.29