Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 14. janúar 2016
Stjórnarfundur 14. janúar 2016
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Guðmundur og Bernhard
Ritari: Daði
Skýrsla formanns
Formaður kynnti aðgerðir félagsins með lögfræðingi þess. Fundur var haldin með heilbrigðisráðherra varðandi snemmtæka íhlutun. Góður fundur. Drög að reglugerð vegna túlkasjóðsins og þá túlkun í daglegu lífi. Málnefnd um ÍTM í óvissu þar sem ekki er búið að setja saman nýja stjórn. Fréttir vikunnar er farið af stað undir stjórn Gunnars Snærs.
Skýrsla framkvæmdastjóra
- Gerður hefur verið rekstrarsamningur við velferðarráðuneytið fyrir 2016 og 2017 upp á 10 milljónir króna hvort árið. Hækkun um 400 þúsund sem nær ekki vísitöluhækkun.
- Tillaga að sameina dagskrá afmælis FH og dags ÍTM og hafa dagskrá og veitingar fimmtudaginn 11. feb í Tjarnabíó.
- Happdrættissala haustsins 2015 endaði í 12.400 miðum. Vorsala áætlar 16000 miða og búið að manna allar sölumannastöður.
- Villa í happdrættisúrdrætti hjá Sýslumanni varð til þess að draga þurfti út sérstaklega eitt númer sem birtist tvisvar.
- Eru stjórnarmenn með óskir um breytingar á þjónustu starfsfólks FH á vorönn?
- Alls munu 8 döff í 4 fullum stöðugildum starfa hjá félaginu á vorönn. Má segja að FH geri sitt besta í að efla starfsemi félagsins með döff fólki.
Samþykkt án athugasemda.
Næstu viðburðir
Dagur ÍTM 11.febrúar 2016. DNR 15.-17.apríl 2016. Aðalfundur vor 2016, bókanir frá síðasta aðalfundi.
Döffblaðið – dánartilkynningar
Rætt var um útfærslu dánarfregna í Döffblaðinu og hverra ber að minnast sem kvöddu á árinu 2015.
Erindi frá KFR og keiluspilara vegna Íslandsmóts.
Lagt var til að hvetja döff keiluspilara til að panta sér túlk í gegnum félagslega sjóðinn á veislukvöldi KFR svo keilufélagið þurfi ekki að leggja út í kostnað vegna túlka það kvöld. Félag heyrnarlausra tæki ekki fjárhagslegan þátt í kvöldinu. Þá lagði XXX inn beiðni um fjárstyrk vegna þátttöku í keilumótum á Íslandsmótinu. Stjórnin vísaði á styrktarumsókn úthlutunarsjóðsins og ÍFH.
Næsti fundur
Næsti fundur er 4 febrúar kl. 17.30
Önnur mál
- Stjórnarmaður óskaði þess að skoðað yrði að greiða upp vinnutap stjórnarmanna vegna stjórnarstarfa og embættisverka á vegum félagsins. Framkvæmdastjóri mun skoða hvað önnur aðildarfélög ÖBÍ geri.
- Tillaga að breyta starfsdögum stjórnar þannig að þeir verði haldnir á virkum dögum frá t.d. 18-21 en ekki um helgar. Samþykkt einróma.