Fundargerð stjórnar
Fundargerð stjórnar 15. nóvember 2016
Stjórnarfundur 15. Nóvember 2016 - Kl. 16.30
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Hanna Lára og Bernharð
Ritari: Daði
Fundargerð síðasta stjórnarfundar 1.11.16
Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.
Skýrsla formanns
- Formaður ásamt lögfræðingi félagsins Ástráði fóru á fund með tveim fulltrúum frá Velferðarráðuneytinu til að ræða um sýn félagsins á starfsemi HTÍ. Formaður útbjó minnisblað með þremur áherslum sem voru börn og talþjálfun, greining og ráðgjöf á heyrnarskerðingu og að lokum þátttaka ríkisins á hjálpartækjum. Formaður og lögfræðingur fengu góða tíma til að skýra sín mál, áherslur félagsins sem væri ÍTM og lög um ÍTM. Formaður upplifði þó samt mikið þekkingarleysi og upplýsingaskort hjá þessum fulltrúum. Ekki er vitað með framhaldið af þessum fundi.
- Formaður ásamt framkvæmdastjóra fóru á fund með Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur sem er oddviti Framsóknar og flugvallarvina og starfar hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Að hennar sögn hafði hún óskað eftir fundi með helstu hagsmunasamtökum til að heyra þeirra áherslur og sýn á velferðarmálum Reykjavíkurborgar. Fulltrúar félagsins fóru yfir helstu hagmuna- og réttindamál félagsins. Stefnt verður að því að fylgja þessu eftir og annar fundur við sumarlok á næsta ári .
- Fundur málefndar um ÍTM 4.nóv. Rætt var um skýrslu málnefndar á norðurlöndum, formaður málnefndar hefur óskað eftir úrsögn úr nefndinni vegna anna, rætt um dagskrá Dag ÍTM, farið yfir þrjú bréf frá málnefndinni sem eru bréf til forsætisráðuneytisins vegna túlkunnar 17.júni, bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna greinargerðar Fh um stöðu barna sem reiða sig á ÍTM í skólum á Íslandi og að lokum bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ósk um viðbótarfjármagn fyrir starfsemi málnefndar um ÍTM.
Samþykkt án athugasemda
Skýrsla framkvæmdastjóra
- Staða happdrættissölu 31 október (viku 11) er 2918 miðar. Send hafa verið email til óvirkra sölumanna að skila miðum og posum þar sem við erum að greiða mikið fyrir leiguna á posunum.
- Með málefni aldraðra í Gerðubergi þá hefur Unnur Dóra upplýst að hún hætti í lok nóvember. Mjög erfiðlega gengur fyrir okkur að manna stöðu hennar og lýsum við yfir áhyggjum með að finna hentuga manneskju í starfið. Einnig er erfitt að finna manneskju í liðveislu fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum.
- Framkvæmdastjóri leggur til vegna niðurskurðar að segja upp starfi félagsráðgjafa í 10% stöðugildi, amk tímabundið.
- Framkvæmdir við stúdío eru hafnar og er búið að panta og kaupa tölvu, myrkvunargluggatjöld, tjald og innkaupaferli á ljósabúnaði gengur vel og náð töluverðri hagræðingu við kaup þeirra eða úr 1,6 milljón niður í um 6-700 þúsund kr.
- Aðalfundur aldraðra á föstudaginn kemur, ársreikningur þeirra auk þýðinga á norrænni ferð aldraðra í vinnslu. Starfsemi hefur hægt á sér með sölu kaffiveitinga auk þess sem söknuður er af Villa. Þá er aðstoð við ÍFH vegna ferðar til Tyrklands á næsta ári í gangi.
- Staff og stjórnarhittingur fyrir jólin. Tillaga að hittast föstudaginn 2. desember í létta máltíð og smá veigar? Staðsetning kemur síðar.
Samþykkt án athugasemda
Dagur ÍTM tillögur lagðar fram fyrir stjórn
Tillögur að dagskrá ÍTM að formaður og framkvæmdastjóri vinni áfram með dagskránna og hugmynd að fá Berglindi Stefánsdóttur til að koma og stjórna dagskrá ÍTM.
Afmælisgjöf til FSFH, tillaga til stjórnar.
Þar sem foreldrafélagið er vel statt fjárhagslega en samt ekki með skrifstofu er til lítils að gefa þeim gjöf. Samþykkt var að gefa aðgang að margmiðlunarmanni félagsins, Gunnari Snæ tímabundið til að aðstoða félagið við að endurnýja heimasíðu sína. Samþykkt einróma.
Næsti fundur
15. Desember kl. 16.15
Önnur mál
- Skoða þarf starfsemi prests heyrnarlausra betur. Áhyggjur meðal 55+ með hve lítið þau sjá af prestinum. Fh mun fylgjast betur með og vera í sambandi við Brynju prest með hvernig hún verði sýnilegri og meira til staðar fyrir döff.
- Ný stjórn puttalinga hefur tekið við: Sigurbjörn Gunnarsson er formaður. Karen Eir Guðjónsdóttir er ritari og Riku Lehtonen gjaldkeri.
- Hjördís spyr um varðveislu sögulegra gagna frá árinu 2000 þegar allt varð netvætt. Þetta þarf að skoða og sjá einnig hvað geymt er í Borgarskjalasafninu og hvað Steinunn safnaði saman þegar hún starfaði hér ca árið 2010 í öflun sögulegra gagna.
Fundi slitið kl. 17.35.