Fundargerð stjórnar, starfsfólks og stjórnar deildarinnar

Vinnufundur með starfsfólki, stjórn og deildum 25. janúar 2024 kl. 17

Verkefni vorannar – og lengra:

Almennt:

1. Hlutverk starfsfólks

-greint sé betur starfsheiti, hlutverk og verkefni og gert skil á heimasíðu FH.

Guðrún - Móttaka

Mordekaí- Félagsmálafulltrúi og heimasíðumál

Hjördís Anna- Verkefnastjóri í málefni Döff flóttafólks, Seinna er betra að hafa verkefnastjóri svo verkefnilýsing t.d. í málefnum döff flóttafólks, Döff 55, Döff + og fræðslu.

Laila- Atvinnufulltrúi starfsheiti óbreytt

Daði-Framkvæmdastjóri

Bubbi- félagsmálafulltrúi aldraðra

2. Rekstrarstaða félagsins, möguleikar á verkefnum – hvað vill fólk sjá:

-breytingar á húsnæði – annað húsnæði – stærri viðburði eins og erlenda fyrirlestra og gjörninga?

3. Maí fyrirlestur – hvaða efni og hver verður tengiliður verkefnisins, Hjördís.

a. Valdefling-fyrir hvern og hver er markmiðið.

b. Þarf að meta markhóp og síðan er hægt að sjá hverskonar „Valdefling“. Fyrirlestur eða workshop?

Betty: hafa einn lykilfyrirlestur og workshop og fleiri almenna fyrirlestra.

Mikilvægi menningar döff er leiklist

Fjárfesta í börnum

Hjördís myndar menningarteymi með Heiðdísi, Bettý og Mordekaí.

4. Stuðningur við Hjördísi í greiningarvinnu á döff plús og málefnum aldraðra – koma þarf frá stjórn og jafnvel teymi hvað fólk vill fá úr þessari vinnu – Hjördís kemur með tillögur

a. Döff +: Lesa gögn og safna saman upplýsingum og uppfæra eins og staðan er í dag.

i. Skilgreining Döff + v.s. Döff með geðröskun/geðfötlun hvar er línan.

ii. Stöðuskýrsla eins og staðan er í dag

iii. Teymi til að fræða mig með úrræði og hvað hefur reynt og hvað hefur ekki gengið upp og ofl…

iv. Skoða hverskonar úrræði eru í boði í norðulöndum

b. Döff aldraðra: Lesa gögn og safna saman upplýsingum og uppfæra eins og staðan er í dag.

i. Skilgreina gjá á milli að vera aldraður og með „fötlun og minnihlutamál“ hugmynd er að nota orðaræður frá SÞ sáttmála um rétt fatlaða fólks SRFF

ii. Stöðuskýrsla eins og staðan er í dag

iii. Teymi til að fræða mig með úrræði og hvað hefur reynt og ekki gengið upp.

iv. Finna út aðgerðir sem má reyna á í samvinnu með stjórn FH

1. Bæði laglega séð ef það eru vankantar

2. Hugmyndir sem eru til í norðulönd t.d. heimavitjun „heimahjúkrun“

5. Menningarmál og afþreying: Hvað þarf að gera til að efla félagslíf/mál félagsmanna. Taka umræðuna með deildum og hvaða félagsstarf yrði á vegum félagsins og viðburðarfulltrúa Mordekaí.

Festa ákveðna viðburði á vegum FH eins og dag döff, afmæli félagsins og jólamat og bingó. Virkja deildir til viðburða og viðburðarstjóri virkja í félagsmál frá vöggu til grafar þeas alla aldurshópa. Finna viðburði fyrir karlmenn? Virkja einnig gjörninga á heimasíðu/fésbókarsíðu

6. Fram á vor er mikilvægt að bjóða upp á fræðslu og örfyrirlestra um heilsu - Hjördís

Sjá lið 3

7. Hvað getur félagið gert til að valdefla fólk sem er mikilvægur þáttur í lífi döff.

Sjá lið 3

8. Efling heimasíðu – hvernig og þá fyrstu skref?

Praktískar upplýsingar – styrkja félagið – meira táknmálsviðmót – á að þýða allar upplýsingar um félagið á táknmál ofl.

Ákveðið að bíða með þennan lið þar til við vitum betur hvernig nýtt platform fyrir heimasíðuna lítur út.

9. Döffmót aldraðra 2025 – vinna í gangi og staða kynnt og næstu skref

10. Menningarhátíðin 2026 staðan í dag kynnt og næstu skref.

11. Er ungliðamót á Íslandi 2026? – hafa á sama tíma og menningarhátíðin eða hvað? Mordekaí

Enn óvíst ef mót í Finnlandi verður frestað til 2025 þá er óskynsamlegt að hafa mót aftur 2026. Mordekaí fylgist með og upplýsir.

12. Deildir og deildastarf – Er hægt að efla það eða staðan ásættanleg. Hvað má betur gera?

Í umræðu um deildir þá starfa þær sjálfstætt sem deildarstarf þess hóps fyrir sig. Ef áhugi er á fyrirlestrum er starfsfólk FH tilbúið að aðstoða í samstarfi við deildina. Beiðni um styrki eða aðstoð er hægt að senda á framkvæmdastjóra sem kemur beiðninni til stjórnar.

Næstu verkefni:

a) Afmæli félagsins – hvaða viðburðir á dagskrá af hálfu FH – staðan í dag:

-afmæliskaffiboð í FH, Lalli töframaður samþykktur, myndband sem Tomas og Mordekaí sýnt í félagsheimili af vettvangi döff úti í samfélaginu.