Fundargerð stjórnar
Stjórnarfundur 11
janúar 2022 kl. 15.00
Mættir: Heiðdís,
Hjördís, Eyrún og Þórður
Ritari Daði
Uldis boðaði forföll skömmu fyrir fund og varamaður átti ekki heimangengt á fundinn.
1.
Forsetaúrskurður
um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta
2.
Dagur ÍTM
og afmæli FH
3.
Alþjóðavika
döff – Building inclusive communities for all
4.
Kæruferli
vegna táknmálsumhverfisins í Sólborg – styttist í úrskurð málsins
5.
Norræn
menningarhátíð döff í Noregi 2022
6.
Fyrirspurn
frá Hlíðaskóla
7.
Skýrsla
framkvæmdastjóra
8.
Önnur mál
1. Formaður kynnti skiptingu málefna SHH og ÍTM milli ráðuneyta og fær formaður umboð stjórnar til að fá lögfræðing félagsins til að óska eftir að málefni ÍTM og SHH verði undir sama ráðuneyti sem það er ekki í dag. Er það mat stjórnar að SHH heyri undir ÍTM og þessir málaflokkar eigi heima undir mennta og menningamálaráðuneyti en ekki vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti. Mun stjórn óska eftir breytingum í bréfi til forsætisráðherra.
2.
Ekki
verður um viðburði á afmæli félagsins vegna slæms ástand covid út í samfélaginu.
Í stað þess mun Sindri útbúa menningarefni sem birt verður á heimasíðu
félagsins í febrúar auk þess sem formaður mun ávarpa félagsmenn í upptöku sem
birt verður á netinu. Skoðað verði í staðinn að hafa dagskrá í táknmálslundinum
í Heiðmörk þar sem félagið gæti gefið lundinum gjöf. Samþykkt.
3.
22-29
september verður alþjóðavika döff. Tillögur óskast frá stjórnarmönnum að
dagskrá þessa vikuna.
4. Öll gögn vegna kæruferlis á Sólborg hafa verið afhent þar til gerðum aðilum svo búast má við úrskurði í málinu innan skamms. Formaður upplýsti stjórn um stöðu málsins.
5. Ísland tekur við undirbúningi Norrænu menningarhátíðarinnar árið 2026 af Norðmönnum sem halda mótið í sumar. Um leið taka Íslendingar við formennsku í ráðinu fyrir tímabilið 2022-2026. Formaður telur mikilvægt að hefja undirbúning sem fyrst og fulltrúar er munu vinna að undirbúningi mótsins fari utan í sumar og fylgist með mótinu og tengist undirbúningsaðilum mótsins til að öðlast lærdóm af svo umfangsmiklu móti en búast má við yfir 500 döff á mótið á Íslandi 2026. Stofna þarf vinnuhóp sem fyrst.
6. Fyrirspurn kom frá Hlíðaskóla með að fá lánað aðgang að studíoi félagsins. Hjördís steig til hliðar á fundinum sem hagsmunaaðili Hlíðaskóla. Umræðan var stutt og samþykkti stjórn einróma að lána skólanum aðstöðuna sem notuð er við gerð efnis á táknmáli.
7.
Framkvæmdastjóri
kynnti skýrslu sína(sjá neðan)
-
Stjórnin
fagnar mikilli velgengni með happdrættissöluna og hvetur til áframhaldandi
velgengni og vandlega verði haldið utan um söluna.
-
Hjördís
óskar eftir fleiri aðkomandi aðilum að velferðarþjónustu fyrir döff og
verkefnið verði þróað í samstarfi við Deild55+ og fleiri.
8.
Önnur mál:
-Hjördís kynnti
ráðstefnu á vegum WFD í Tælandi 20-22 apríl næstkomandi um stöðu menntunarmála
döff. Norrænu félögin munu senda fulltrúa og var hugmynd lögð fram hvort
félagið ætti að ræða við skólastjóra Hlíðaskóla og bjóða á fundinn. Formaður
mun taka stöðuna.
-Tillögur komu
frá félagsmanni með erlendan leikhóp sem hefur áhuga á að koma til landsins með
leikið efni á táknmáli. Efnið móttekið en staða covid fær stjórn til að bíða
með ákvarðandi en þakka fyrir upplýsingarnar og verður skoðað þegar ástand
batnar. Formaður mun tilkynna félagsmanni niðurstöðurnar.
-Staða ÍTM
appsins er óleyst með Android þar sem ameríska fyrirtækið Salt&Ink svarar
bara ekki fyrirspurnum okkar. Formaður ætlar að skrifa aftur ítrekunarbréf og
óska jafnvel að fá að kaupa höfundarréttinn á appinu svo hægt verði að setja
þetta upp í Android.
-Óánægja er
meðal barna á sýningunni Kardimommubænum þar sem sýningin er ekki túlkuð,
heldur einungis heimsókn barnanna baksviðs. Stjórnin spurði hvort hún ætti að
senda kvörtunarbréf en kom í ljós að skólastjóri Hlíðaskóla ætlaði að senda
bréf.
-Upp kom
tillaga að gera reglulega fréttir vikunnar eða mánaðarins og setja á heimasíðu
líkt og áður. Málið aðeins hugsað með hverjir gætu verið hentugir til að taka
slíkt að sér.
-Ritstjórinn
döffblaðsins óskaði eftir myndum til að setja á forsíðu döffblaðsins 2022.
Fundi slitið kl. 16.50
-Skýrsla framkvæmdastjóra:
Skýrsla framkvæmdastjóra
Stjórnarfundur 15. mars 2021
Rekstraráætlun: Rekstraráætlun
ársins 2022 er í vinnslu en framkvæmdastjóri bíður niðurstaðna vegna samnings
við ríki og borg til að fá skýra stöðu rekstrarársins. Staðan er í mjög góðu
jafnvægi og rekstrarárið 2021 var mjög gott. Varasjóður hefur verið færður upp
í 50 milljónir króna.
Happdrættissala haustsins 2021: Happdrættissala
haustsins 2021 var frábær og ein sú besta í fjölda ára. Gott veður á landinu,
margir heima og smátt og smátt endurvinnsla traustsins á FH helsta ástæðan að
talið er. Seldir miðar voru rúmir 15.200.
Happdrættissala meira... Undirbúningur vorhappdrættis, hönnun og samningar um vinninga er komin
á fullt og er markmið að byrja vorsölu 7. mars næstkomandi.
Guðrún í minnkuðu starfshlutfalli: Guðrún skrifstofukonan okkar hefur frá áramótum fært sig niður úr 75 í
50% stöðugildi að eigin ósk. Verkefni skrifstofumanns hafa einfaldast og
minnkað á síðustu árum og er meiri sjálfvirkni og netvæðing sem hefur minnkað
starfshlutfallið.
Döffblaðið í febrúar: Dotti er á fullu að reyna að afla efnis en virðist ganga erfiðlega.
Almennur doði og lítið um verkefni á covid tímum eiga sína áðsæðu. Engu að
síður er stefnt að útgáfu í kringum afmælið 11 febrúar næskomandi.
Auglýsingaöflun gengur vel.
Vinna lögð á fullt í miðstýrða
velferðarþjónustu fyrir döff. Félagið er búið að keyra
á fullt þrýsting á sveitarfélögin að taka upp áður lagða tillögu FH að
velferðarþjónusta döff og fjölskyldna þeirra verði miðstýrð frá
þjónustumiðstöðinni í Árbæ í gegnum táknmálstalandi félagsráðgjafa. Félagið mun
einnig leggja fram tillögur í úrbætum fyrir aldraða döff og í framhaldinu
öflugri og innihaldsmeiri greinargerð til að efla velferðarþjónustu döff á
höfuborgarsvæðinu.