Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 11. nóvember 2024 kl. 16:00

Stjórnarfundur 11. nóvember 2024

Kl. 16.00

  1. Skýrsla formanns

a. WFD (136) stjórnarfundur

Stjórnarfundur WFD gekk mjög vel og öllum markmiðum fundarins náð. Betty sagði að mátt hefði hafa samband við fjölmiðla og fá umfjöllun um fund þeirra hér.

b. Þetta er ÍTM - lota tvö

2/3 verkefnisins lokið og er allt á áætlun. Markmiðið að búið verði að klippa allt sjónvarpsefnið til í febrúar 2025 og kynnt fyrir RÚV til birtingar þar.

c. Starfshópur vegna framtíðarskipulags í heyrnarþjónustu

Baráttan er að heyrnarþjónusta verði endurgjaldslaus og stórbætt en tveir fundir eru eftir hjá starfshópnum sem mun skila skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra.

d. DNR fundur í Grænlandi

Fundað var með ráðherrum Grænlandsstjórnar um úrbætur í málefnum döff en staðan í málefnum döff þar hefur færst aftur. Talið er að um 50 döff búi á Grænlandi. Heimsókn DNR vakti mikla og góða athygli á málefnum döff þar.

e. Tillaga til þingsályktunar um stuðning við döff, heyrnarlaus og heyrnarskert börn og ungmenni

Oddný Harðardóttir þingmaður xS hefur sent til umsagnar ályktun um námsefni fyrir döff. Tillagan barst mjög seint og gaf mjög stuttan tímaramma til umsagnar og þótti ekki nægilega vel unnin þar sem henni var skilað inn áður en kosningar fóru fram. Stjórn FH gagnrýnir að ályktunin hafi ekki verið unnið í samstarfi við FH. Starfshóp þarf að skipa, og með skýr markmið að ályktuninni og þrengja áherslurnar þannig að þær séu markvissari.

f. Málþing Þjóðarspegillinn ,,ójöfnuður á vinnumarkaði á Íslandi" - tillaga að hafa svipað fyrir döff/ÍTM í febrúar.

Ójöfnuður í aðgengi að vinnumarkaði hefur aukist hjá döff sbr. Vinnumiðlun Alfreð sem hafa aukið hindranir í formi krafna um samskiptafærni í umsóknum vinnumiðlana. Tillaga stjórnar er að halda málstofu í febrúar ca og skapa umræður um þennan ójöfnuð.

g. Fundur með Hönnu í HÍ vegna tímamótar þess að 20 ár eru liðin frá því að fötlunarfræði hóf sinn braut í HÍ. Beiðni um að félagið leggi til hugmyndavinnu.

Stjórn samþykkti beiðni um aðkomu FH að þessum tímamótum 20 ára náms í fötlunarfræði.

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra

a. Styrktarsjóður umsóknir

  1. Tillögur að pennasölu til að afla 8 milljóna króna vegna menniátíðar 2026
  2. Aðvörun til starfsmanns vegna samskipta við félagsmann - upplýsingar.
  3. Staða happdrættissölu
  4. Umsóknir um þátttöku í vinnuhóp vegna menningarhátíðar 2026 - 1 umsókn.
  5. Töluverðar viðhaldsframkvæmdir vegna húsnæðis og kostnaður í heild gæti numið 12-15 milljónum. Athugasemdir?

Athugasemdir stjórnar og umræður um skýrslu framkvæmdastjóra.

a. Stjórn samþykkti að hver umsækjandi fengi 30.000 króna styrk úr sjóðnum.

b. Samþykkt

c. Ferlið samþykkt eftir umræður

d. Samþykkt

e. Halda skal vinnufund fljótlega og fara í að leita að fólki þar sem aðeins 1 umsókn barst um þátttöku í undirbúningi menningarhátíðarinnar.

f. Útgjöld vegna framkvæmda samþykkt eftir umræður.

  1. Utanríkismál - brottvísun. BS

Hjördís var fengin til að kynna stöðu og málefni flóttafólks hérlendis. Málefni íraks flóttafólks var til umræðu og stöðu þeirra varðandi brottvísun. Samþykkt var að Hjördís kynnti sér stöðu fólksins í samstarfi við Blindrafélagið sem er inni í málinu og áfrýjun þeirra á brottvísuninni.

  1. Námskeið um sykursýki fyrir döff. BS

Mjög hátt hlutfall döff eru með sykursýki og þarf að útbúa fræðsluefni á táknmáli fyrir okkar hóp. Heiðdís formaður mun taka þennan málaflokk að sér og halda fræðslufyrirlestur.

  1. Starfsmannaviðtöl Fh. BS

Framkvæmdastjóri upplýsti stöðu starfsmannaviðtala innan FH og hvernig þeim háttað. Hver er með sitt skýra hlutverk á sinni stöðu og allmenn líðan fólksins á vinnustað er góð. Ávallt er opið fyrir úrbótatillögum um hvað betur mætti fara.

  1. Salt og Pipar BÍÓMYND og Teater Manu leikhús BS

Stjórn samþykkti að leitast við útgefendur S&P að fá bíómyndina til sýninga í íslensku kvikmyndahúsi. Dagsetning í kringum afmæli FH. Hugmynd að bjóða útgefanda/leikstjóra að koma til landsins og kynna myndina. Bettý og Heiðdís ganga í verkið.

  1. Frambjóðendur kynna í Fh? BS

Samþykkt var að bjóða frambjóðendum til Alþingiskosninga á pallborðsumræður í FH. Gengið verður í það og var einnig samþykkt að Berglind tæki að sér fundarstjórn fundarins. 8-9 feb óskadagsetning.

  1. Þingsályktunartillaga Oddný

Umræða áður farið fram

  1. Heimasíða vegna menningarhátíðar

Umræða færð til vinnufundar um menningarhátíð

  1. ÖNNUR MÁL

- Uldis segir mikilvægt að efla barna og ungliðastarf milli Hlíðaskóla og FH. Stjórn samþykkti að skoða hvað hægt sé að gera af hálfu FH til að efla þátttöku unga fólksins hér í félaginu. Skoða starfsfólk innan Eldflaugarinnar í samstarfið.

- Rafrænt Döffblað er í vinnslu og mun koma út fljótlega. Dotti ritstýrir blaðinu af festu.

Fundi lokið kl. 18.15