Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 4.maí 2021

Stjórnarfundur 4. maí 2021 kl. 15.00
Mættir: Heiðdís, Hjördís, Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari Daði
1. Skýrsla formanns
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Undirbúningur fyrir aðalfund FH 2021
4. Ársskýrsla stjórnar fyrir aðalfund 2021
5. 10 ára afmæli ÍTM(lög 61/2011), webinar
6. Önnur mál.

1. Formaður kynnti Ársskýrslu stjórnar fyrir stjórnarmönnum. Fylgiskjal #1 í möppu. Samþykkt!

2. Skýrsla framkvæmdastjóra kynnt -sjá fylgiskjal 4. Uldis bætti við varðandi breytingar í sal að gera mætti hann hlýlegri og auka skilrúm milli svæða ef auka verði afþreyingaframboð í salnum. Stjórn samþykkti að fara megi í breytingar og hvatti til að auglýst yrði eftir verkefnastjóra í þau verk sem farin verði í til að hvetja til þátttöku félagsmanna. Samþykkt.

3. Kjörnefnd hefur fengið send til sín þau framboð sem bárust til stjórnar og formanns auk tillagna til lagabreytinga sem komu frá félagsmanni/mönnum. Vill stjórnin til viðbótar hafna þeim ásökunum sem finna má á milli lína í tillögum til lagabreytingunnar(fylgiskjal 3).

Stjórn sendi lögmanni FH beiðni um álit við tillögunum sem finna má í fylgiskjölum #1 og var tekin til umræðu á stjórnarfundi.

Tillaga að fundarstjóra var A: að bjóða Berglindi „Bettý“ Stefánsdóttur fundarstjórn sem hún samþykkti.

4. Sjá fylgiskjal #1

5. Ákveðið var að hafa webinar í tilefni 10 ára afmælis ÍTM og fá SHH og Málanefnd um ÍTM með í verkefnið. Dagsetning ákveðið 27. maí 2021. Samþykkt!

6. Önnur mál:

-Dotti spyr hvort virkja eigi áfram Táknmálslundinn í Heiðmörk eitthvað frekar? Heiðdís formaður dásamaði þetta innlegg frá Þórði og ætlar að heyra í SHH sem eru forráðamenn lundarins með tillögur í að efla hann frekar og hafa hitting þar.

-Eyrún setur fram athugasemdir með að fréttatímar núorðið séu stundum túlkaðir og stundum ekki. Hvað valdi. Formaður segist bíða eftir niðurstöðum aðgengisstefnu Rúv og hvernig þau sjái fyrir sér fréttatíma túlkaða áður en settar verði fram kröfur í blindni.

Fundi lokið 16.55

Fylgiskjal 1,   Ársskýrsla 2021

Fylgiskjal 3,   Tillaga frá Magnúsi Sverrissyni og Sigurlín Margrét Sigurðardóttur:

„ að formaður sé aldrei lengur en 4 ár í formannsstól“

Það að formaður sé lengi – mörg ár samfellt eins og nú hefur sýnt sig undanfarin misseri og félagið hefur dalað með einsdæmum sýnir okkur að það þarf nýliðun og fjölbreytta félagsstarfsemi á hverjum tíma. Félagið þarf að vera öflugur hagsmunaaðili málefna sem tengjast heyrnarlausum beint og því máli sem þeir líta á sem sitt móðurmál og sú tækni sem þeir vilja ná fram aðgengi sínu að töluðu máli s.s. texta.

Félagið verður öflugra með því að skipt sé um formann, hugmyndir fá að framkvæmast og félagið gæti iðað af lífi þegar mismunandi skoðanir og hugmyndir kallast á.

Það getur líka vel verið að samfara þessu verði aðrar breytingar nauðsynlegar á stjórn og stjórnarháttum. Þær eru velkomnar svo framarlega sem þær eru félaginu til hagsbóta og félagsmönnum félagsins.

Það skal hafa þann háttinn á: Að ef ekkert mótframboð til formanns kemur eftir 4 ára samfellda setu í formannsstóli, þá telst svo a formaður sitji áfram næstu 2 árin

Komi mótframboð er formanni skylt að víkja sæti – og ef mótframbjóðandi er aðeins einn er hann sjálfkrafa kjörin formaður næstu 2 árin.

Verði hinsvegar fleiri mótframbjóðendur þá kjósa félagsmenn um hvorn eða hvern þeir kjósi með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Fráfarandi formanni er leyfilegt að bjóða sig aftur fram að tveim árum liðnum.

Þess er óskað að lagabreyting þessi taki nú þegar gildi strax á aðalfundi 2021

Álitsgerð lögfræðings félagsins,  2021-05-04-Alit-um-tillogu-ad-lagabreytingum

Fylgiskjal 4, Skýrsla framkvæmdastjóra

Stjórnarfundur 4 maí 2021

Tillögur að breytingum í sal:

Döff kaffihús/kaffihorn og vísir að breyttri starfsemi í sal kallar á samþykki stjórnar að farið verði í að breyta salnum þannig að hann verði ekki fyrst og fremst notaður til útleigu, eins og stjórn hefur ákveðið að hætta með, heldur reynt verði að efla starfsemi döff með notkun á salnum eins og táknmálsþorp, aukin starfsemi fyrir ungliða í samblandi með CI og haff börnum og coda m.m. Samþykki óskast fyrir mögulegum breytingum hjá stjórninni.

Happdrættissala: Happdrættissalan er í góðum gangi og enginn faraldur sem er að stöðva sölufólk og því vinnur fólk hratt að því að klára söluna. Vonast er til að sala nái yfir 13000 miða en dregið verður 7 júní.

Fundartími með endurskoðanda fyrir aðalfund:

Búið er að festa fundartíma með endurskoðanda til að kynna ársreikning FH fyrir stjórn á þriðjudaginn 18. maí kl. 16.00 – Rittúlkur kemur.

Staðan með ÍTM appið:

Erfiðlega gengur að fá Salt&Ink fyrirtækið í Bandaríkjunum til að yfirfæra appið einnig yfir á Android. Ég hef haft Siggu Völu sem sinnti verkefnastjórn appsins til að þrýsta á fyrirtækið til að setja það í Android stýrikerfið svo við getum auglýst það og kynnt almennilega – höldum áfram!

Haustdagskrá með starfsfólki og formanni í undirbúningi:

Á starfsmannafundi FH sem haldinn var í gær og næsta framtíð í starfi FH rædd þá er hugur og stefna meðal starfsfólks að við byrjum af góðum krafti í að efla félagslega þáttinn fyrir félagsmenn FH og starfsemin verði fjölÞætt og lífleg, ekki síst fyrir starfsfólkið í FH sem hefur gengið í gegnum erfitt covid tímabil. Þá kom ábending frá skólastjóra Hlíðaskóla hvort sniðugt væri að virkja CI og haff unglinga til að koma Puttalingastarfi af stað – alveg sjálfsagt að skoða það vel.

Veikindaleyfi:

Laila er farin í 4 vikna veikindaleyfi og munum við starfsfólk taka við verkefnum hennar á meðan hún er fjarverandi.